1 af 2

Fyrirtæki

Fyrirtækjaþjónusta Hæ Blóm

Við bjóðum fyrirtækjum faglega og persónulega blómaþjónustu sem eykur vellíðan og fegurð í vinnuumhverfi. Hvort sem um er að ræða reglulegar afhendingar eða einstök tilefni, sérsníðum við lausnir að ykkar þörfum og ímynd.

Dæmi um þjónustu:

  • Fallegir blómvendir eða pottaplöntur í móttöku, kaffistofur og fundarherbergi.

  • Gjafir til starfsmanna og viðskiptavina – sérmerktar eða sérsniðnar eftir tilefni.

  • Tilefnisvendir · afmælisvendir, blóm vegna nýráðninga, samúðar og annarra tilefna.

  • Viðburðir og verðlaunaafhendingar · blómvendir eða skreytingar sem styðja við stemninguna.

Við kappkostum við að finna sjálfbærar lausnir, leggjum metnað í vandaða hönnun og sjáum um áreiðanlega afhendingu. Þannig tryggjum við að blómin endurspegli fyrirtækið þitt á fallegan og einlægan hátt.

Hafðu samband og við finnum leið til að gera vinnuumhverfið ykkar blómlegt.

  • Blómasending

    Við sjáum um að koma fallegum blómum beint til starfsmanna ykkar, hvort sem tilefnið er afmæli, nýráðning, samúð eða einfaldlega til að gleðja.
    Þjónusta sem mörg fyrirtæki nýta sér.

  • Áskrift

    Með áskrift tryggið þið að vinnuumhverfið verði alltaf hlýlegt og fagurt með ferskum blómum. Við sjáum um að hanna og afhenda blóm sem endurspegla ímynd fyrirtækisins. Hvort sem það eru móttökur, fundarherbergi eða kaffistofur, þá færðu alltaf blóm sem passa tilefninu.

  • Útstillingar

    Við hönnum blómaskreytingar og útstillingar sem gera verslunina ykkar áberandi og aðlaðandi. Blómin hjálpa til við að draga fram vörurnar og skapa stemningu sem nær til viðskiptavina.

Beiðni um fyrirtækjaþjónustu: