Um mig
Bjarmi
🌿 Hæ þú!
Ég heiti Bjarmi Fannar, vöru- og blómahönnuður og eigandi Hæ Blóm, blóma- og lífstílsbúðar, þar sem náttúra, fagurfræði og hönnun mætast.
Hjá Hæ Blóm snýst allt um að skapa einstök augnablik og eftirminnilegar upplifanir með blómaskreytingum og hönnun.
Við leggjum áherslur á sjálfbæra og umhverfisvænni hönnun – hvort sem er í vöndum, skreytingum eða stærri verkefnum – því blómahönnun og virðing fyrir náttúrunni eiga alltaf að fara saman.
Með ástríðu fyrir hönnun, smáatriðum og skapandi hugsun býð ég þér að upplifa heim þar sem blóm verða að list.